„Víðgelmir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Magnusb (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Vidgelmir-01.jpg|thumb|right|Víðgelmir í [[Hallmundarhraun]]i er víða stórgrýttur. Gárurnar á veggjum hellisins sýna yfirborðsstöðu hraunflaumsins á ýmsum tímum eldgossins.]]
'''Víðgelmir''' er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og stærstu (148.000 m³) [[hraunhellir|hraunhellum]] heims. Hann er í [[Hallmundarhraun]]i, u.þ.b. 2 km suðaustur af [[Fljótstunga|Fljótstungu]] í [[Hvítársíða|Hvítársíðu]]. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar dregur. Þar hefur veriðvar sett upp járnhlið af félagsmönnum í [[Hellarannsóknafélag Íslands|Hellarannsóknafélagi Íslands]] til að vernda þær [[dropasteinn|dropasteinsmyndanir]] sem ekki hafa þegar verið eyðilagðar. Mannvistarleifar sem fundust í hellinum eru varðveittar í [[Þjóðminjasafn]]inu og eru að líkindum frá [[víkingaöld]]. Hellirinn er á köflum afar erfiður yfirferðar og tæpast ráðlegt að fara um hann nema með leiðsögumanni. Leiðsögn og aðgangur að innri hluta hellisins er fáanleg frá Fljótstungu.
 
Hraunhellar af þessu tagi finnast í [[helluhraun]]um þar sem efsta lag þunnfljótandi [[basalt]]kviku hefur storknað en bráðið hraunið haldið áfram að streyma í afmörkuðum farvegum undir yfirborðinu. Þegar [[eldgos]]ið rénar sjatnar í þessum farvegum og eftir standa langir hellar. Önnur dæmi um slíka hella eru [[Surtshellir]], [[Stefánshellir]] og [[Raufarhólshellir]].
Lína 9:
* [http://www.goodearthgraphics.com/virtual_tube/virtube.html The Virtual Lava Tube] Fróðlegur kennsluvefur um hraunhella.
* [http://www.flickr.com/gp/49198643@N00/jK002m Vidgelmir images] Myndasafn frá júlí 2007.
* [http://www.speleo.is Heimasíða Hellarannsóknafélags Íslands.]
 
[[Flokkur:Hellar á Íslandi]]