„Brandur Jónsson (biskup)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Brandur var af ætt [[Svínfellingar|Svínfellinga]], sem var ein helsta höfðingjaætt landsins, og fór með héraðsvöld á austanverðu landinu. Foreldrar Brands voru Jón Sigmundsson [[goðorðsmaður]] á [[Svínafell]]i í [[Öræfi|Öræfum]] og seinni kona hans Halldóra Arnórsdóttir. Hún var af ætt [[Ásbirningar|Ásbirninga]], dóttir Arnórs Kolbeinssonar.
 
Talið er að Brandur hafi fæðst skömmu eftir 1200 (e.t.v. um 1205) á Svínafelli og alist þar upp. Hann var [[ábóti]] í [[Þykkvabæjarklaustur|Þykkvabæjarklaustri]] í [[Álftaver]]i 1247-1262, en þar var [[Ágústínusarklausturklaustur]] af [[Ágústínusarregla | Ágústínusarreglu]]. Líklega hefur hann áður verið [[munkur]] í klaustrinu. Á þeim árum sem hann var ábóti var hann tvisvar umboðsmaður [[Skálholtsbiskupar|Skálholtsbiskups]]. Brandur kom talsvert að deilum höfðingja á [[Sturlungaöld]], og þá oft sem sáttasemjari. Í [[Svínfellinga saga|Svínfellinga sögu]] segir um Brand: "Hann réð fyrir austur í Þykkvabæ í Veri og var ágætur höfðingi, klerkur góður, vitur og vinsæll, ríkur og góðgjarn. Og í þann tíma hafði hann mesta mannheill þeirra manna, er þá voru á Íslandi."
 
Eftir að Íslendingar gengu undir vald Noregskonungs, 1262, var aftur farið að skipa íslenska menn í biskupsembættin. Var Brandur Jónsson þá útnefndur biskup á Hólum. Hann sigldi til Noregs haustið 1262, vígður 4. mars 1263 og kom til landsins sumarið 1263. En hans naut ekki lengi við í biskupsembætti á Hólum, því að hann andaðist 26. maí 1264.
 
Brandur Jónsson var vel lærður maður og kenndi ýmsum. Hann var einnig þekktur rithöfundur. Hann þýddi á íslensku [[Alexanders saga|Alexanders sögu]], söguljóð frá um 1170 eftir [[Philippus Gualterus]], um [[Alexander mikli|Alexander mikla]]. Þetta er lausamálsþýðing og þykir málfarið á þýðingunni með miklum snilldarbrag. [[Halldór Laxness]] hreifst svo af verkinu að hann beitti sér fyrir því að Alexanders saga var gefin út árið 1945 í alþýðlegri útgáfu. Í formála bókarinnar segir Halldór: "Hverjum manni sem ritar á íslensku, jafnvel á vorum dögum, ætti að verða til eftirdæmis sá hreinleiki og tignarbragur norræns máls, sem hér birtist í samhæfingu við erlent efni. Af þeim vitra og lærða manni, sem bókina þýddi, geta Íslendingar allra tíma lært fleira en eitt um það, hvernig útlenda hluti skal um ganga á Íslandi."
 
Brandur þýddi einnig [[Gyðinga saga|Gyðinga sögu]] á íslensku, og e.t.v. fleiri rit.