„Básendaflóðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
ofsaveður er vindhraði 11 vindstig
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Básendaflóðið''' var mikið sjávarflóð, sem hlaust af einhverri kröppustu lægð sem farið hefur yfir [[Ísland]] á sögulegum tíma. Gekk það yfir aðfaranótt [[9. janúar]] [[1799]] og olli miklum skemmdum á suðvesturlandi. Kaupstaðurinn að [[Básendar|Básendum]] varð rústir einar og byggðist aldrei aftur. Kaupmaðurinn á Básendum, [[Hinrik Hansen]], komst ásamt fólki sínu við illan leik að hjáleigunni Loddu í [[Stafneshverfi]]. Ein kona drukknaði í flóðinu. Kirkjur fuku á [[Hvalsnes]]i og [[Seltjarnarnes]]i. Bátar og skip skemmdust víða á svæðinu frá [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]] og vestur á [[Snæfellsnes]].
 
Svo segir [[Jón Espólín]] frá veðrinu: