„Klassísk tónlist“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Klassísk''' eða '''sígild tónlist''' er [[tónlist]] sem samin er á [[Klassíska tímabilið í vestrænni tónlist|klassíska tímabilinu]] í [[Tónlistarsaga|tónlistarsögunni]], þ.e. á árunum [[1750]]-[[1830]] eða þar um bil.
 
Í daglegu tali er hugtakið ''klassísk tónlist'' þó notað um (vestræna) tónlist sem samin er frá því um 1100 til dagsins í dag. Yfirleitt er þá átt við einhverskonar „listræna tónlist“ til aðgreiningar frá öðrum [[Tónlistarstefna|tónlistarstefnum]], s.s. [[Þjóðlag|þjóðlögum]], [[Djass|jazz]]-, [[blús]]-, [[popp]]-, eða [[rokk]]tónlist. Þessi skilgreining er þó óljós, bæði vegna þess að mörk milli tónlistarstefna eru oft ónákvæm og einnig er það misjafnt hvað mönnum finnst vera „listrænt“.