„Gegnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sterio (spjall | framlög)
smágrein - aðallega til að laga rauðan tengil á Wikipedia:Bókaverslanir
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. september 2007 kl. 10:25

Gegnir er sameiginleg verkaskrá flestra bókasafna á Íslandi, rekin af Landskerfi bókasafna. Almenningur getur leitað í Gegni eftir efni á söfnunum út um allt Ísland á vefsíðunni Gegnir.is. Hægt er að leita með þremur aðferðum, venjulegri leit, ítarleit og skipanaleit. Í venjulegri leit er eitt leitarorð slegið inn, mögulegt að velja sérstakt leitarsvið (svo sem titil, höfund o.þ.h.) og leitað eftir því. Í ítarleit eru möguleikarnir aðeins fleiri, en þar er hægt að leita eftir fleiri leitarorðum, velja og/eða/ekki á milli þeirra, og þrengja leitina eftir tungumáli, formi og safni. Skipanaleit gefur flesta möguleika, en í henni eru slegin inn ýmis skipanaorð til að þrengja leitina að vild. Þá er sérstök leitarskrá fyrir námsritgerðir. Sum söfn gefa einnig lykilorð að Mínar síður-hluta gegnis, en þar er hægt að sjá hvaða bækur maður hefur í útláni og fleira þess háttar. Gegnir byggir á kerfinu Aleph 500 frá Ex Libris.

Tenglar