„Viðskiptaráð Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Viðskiptaráð Íslands''' (áður '''Verslunarráð Íslands''') eru [[samtök]] hagsmunaaðila í [[verslun]] og [[viðskipti|viðskiptum]] á [[Ísland]]i. Allir sem stunda einhvers konar [[rekstur]] geta gerst aðilar að ráðinu. Höfuðstöðvar samtakanna eru í [[Hús verslunarinnar|Húsi verslunarinnar]]. Viðskiptaráð Íslands var stofnað [[17. september]] [[1917]]. Fjöldi íslenskra fyrirtækja eru aðilar að Viðskiptaráðinu og þ.m.t. mörg stærstu fyrirtæki landsins.
 
Árið komu 156 aðilar úr íslensku viðskiptalífi, kaupmenn o. fl. að stofnun Verslunarráðs Íslands. Fyrsti formaður var [[Garðar Gíslason]] og gegndi hann því starfi til 1933 er hann baðst undan endurkjöri. Árið [[1922]] tók Viðskiptaráðið við rekstri [[Verslunarskóli Íslands|Verslunarskóla Íslands]]. Í dag rekur Viðskiptaráðið einnig [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólann í Reykjavík]]. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðsins er Halla Tómasdóttir.
 
Á meðal starfsemi Viðskiptaráðs eru árlegar ráðstefnur sem nefnast Viðskiptaþing auk þess sem ráðið veitir umsagnir um [[lagafrumvarp|lagafrumvörp]].