„Nature“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 81.183.162.58, breytt til síðustu útgáfu Cessator
LA2 (spjall | framlög)
snið:ISSN
Lína 1:
'''''Nature''''' er alhliða [[tímarit]] ({{ISSN|0028-0836}}) um [[vísindi]] og meðal virtustu tímarita sinnar tegundar í heiminum. Það kom fyrst út [[4. nóvember]] [[1869]]. Ólíkt flestum vísindatímaritum, sem fjalla um ákveðin svið vísindanna, en líkt og meginkeppinauturinn, þ.e. tímaritið ''[[Science]]'', fjallar ''Nature'' um allar greinar [[Raundvísindi|raunvísindanna]]. Tímaritið kemur út vikulega og er [[Ritrýni|ritrýnt]].
 
Markhópur tímaritsins er einkum vísindamenn en samantektir og fylgigreinar gera margar greinar tímaritsins skiljanlegar upplýstum almenningi sem og vísindamönnum sem starfa í öðrum greinum vísindanna. Tímaritið birtir einnig fréttir tengdar vísindum, álitsgreinar og greinar um vísinda[[siðfræði]].