„Janis Joplin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
ný grein
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Janis Lyn Joplin''' (f. [[19. janúar]] [[1943]], d. [[4. október]] [[1970]]) var [[Bandaríkin|bandarísk]] söngkona, tónskáld og útsetjari, sem hafði mikil áhrif á [[rokk]]tónlist í samtíma sínum og síðar. Hún varð fræg sem söngkona með hljómsveitinni [[Big Brother and the Holding Company]]. Hún var ein áhrifamesta og vinsælasta söngkona á sjöunda áratug síðustu aldar og er talin í hópi bestu rokksöngkvenna sögunnar. Árið [[2004]] hafði tímaritið [[Rolling Stone]] hana í 46. sæti á lista yfir 50 mestu listamenn allra tíma.
 
Janis Joplin var [[eiturlyf]]jasjúklingur og notaði bæði [[amfetamín]] og [[heróín]] auk fleiri efna. Hún lést af afleiðingum of stórs skammts af heróíni og var auk þess drukkin.