„Kórsbróðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''kórsbróðirKórsbróðir'''. Í kaþólskri tíð voru svokölluð [[dómkirkjuráð]] eða [[dómklerkaráð]] (capitulum) við helstu [[biskupsstóll|biskupsstóla]]. Þau voru biskupum til ráðuneytis og deildu völdum með þeim. Ráðin áttu einnig að velja [[biskup]]. Í [[Noregur|Noregi]] voru þeir sem sátu í þessum ráðum kallaðir kórsbræður eða [[kanúki|kanúkar]]. Nafnið "kórsbróðir" er dregið af því að kórsbræður áttu sín sérstöku sæti í kór dómkirkjunnar, eins og sjá má í fornum erlendum [[dómkirkja|dómkirkjum]]. Dómkirkjuráðið við erkibiskupsstólinn í [[Niðarós]]i hafði sérstöðu, og var áhrifameira en önnur dómkirkjuráð.
 
Við biskupsstólana hér á landi virðast ekki hafa verið formleg dómkirkjuráð, heldur hafi [[prestastefna|prestastefnur]] og [[ábóti|ábótar]] farið með þetta hlutverk, ásamt [[dómkirkjuprestur|dómkirkjuprestum]].