„A Clockwork Orange (bók)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
== Söguþráður ==
 
A Clockwork Orange (eða ''Klukkuverk appelsína'') er er framtíðarsaga sem gerist í [[Bretland]]i. Hún er sögð í fyrstu persónu og nefnist [[sögumaður]]inn [[Alex]]. Hann er fimmtán ára, framlútur til ofbeldis og mjög uppreisnagjarn. Hann og félagar hans eru í einskonar vinaklíku og eru allir sem einn ólöghlýðnir fantar. Þeir fremja hrylliega ofbeldisglæpi, stunda innbrot og [[nauðgun|nauðga]]. Loks nær hinn langa hönd laganna til Alex og hann er settur í [[fangelsi]]. Til að losna fyrr úr fangelsinu tekur hann þátt í undarlegri tilraun (Ludovico’s Technique) sem á að gera hann að löghlýðnum borgara. [[Tilraun]]in er að öllu leyti óhefðbundinn, en hún felst í því að hann er látinn horfa á hryllilegustu glæpi með augun glennt upp á gátt og höfuðið skorðað þannig að hann geti ekki litið undan. Tilraunin hefur það sterk áhrif á hann að ofbeldi verður honum að viðbjóði. Þegar hann svo losnar úr fangelsinu og kemur heim til foreldra sinna hafa þeir leigt út herbergið hans og henda honum út. Hann ráfar um göturnar og rekst fyrr en varir á eiginmann konunnar sem hann nauðgaði og hann og vinir hans ákveða að nota Alex sem vopn gegn politískum andstæðingum sínum. Þau loka hann inni og koma þannig fram við hann, að Alex reynir að fremja sjálfsmorð með því að hoppa út um glugga. Hann lifir það þó af. Í þessum síðasta þætti bókarinnar kemst hann að því að fantavinir hans hafa allir kvatt fyrri hætti sína á einn eða annan hátt. ''Georgie'' er dauður, ''Dim'' er orðinn að lögregluþjóni og ''Pete'' er vaxinn upp úr brotaferli sínum. Bókin endar svo á því að Alex lætur sig dreyma um maka og að eignast afkvæmi. Jafnvel þó hann geri sér grein fyrir að næsta kynslóð verði einnig ofbeldishneigð. Margt er þó tvíbent í sögunni og erfitt að átta sig á hverjar raunverulegar hneigðir sögumanns eru.
 
[[Flokkur:Breskar skáldsögur]]