„Viðey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: nl:Viðey
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Talið er að búið hafi verið í eyjunni frá því fljótlega eftir [[landnám Íslands|landnám]]. [[1225]] var þar stofnað [[klaustur]] af [[Ágústínusarregla|Ágústínusarreglu]] sem stóð til [[1550]]. Síðar var rekið í eynni [[bú]] frá [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og síðar [[holdsveikraspítali]]. Um miðja [[18. öldin|18. öld]] reisti [[Skúli Magnússon]] það hús sem nú stendur í eynni og bjó þar frá [[1754]]. [[1817]] keypti [[Magnús Stephensen]] eyjuna og rak þar búskap og stofnaði þar [[Viðeyjarprentsmiðja|prentsmiðju]].
 
[[1907]]-[[1914]] var [[Milljónafélagið]] umsvifamikið í [[útgerð]] og [[skipaflutningar|skipaflutninga]] í eynni sem ætlunin var að gera að umskipunarhöfn. [[Kárafélagið]] keypti eigur Milljónafélagsins þegar það síðarnefnda varð [[gjaldþrot]]a um [[1920]] og rak þar síðan [[togari|togaraútgerð]] og [[fiskvinnsla|fiskvinnslu]]. Þá myndaðist í eynni um 100 manna [[þorp]] á Sundabakka á austurenda Viðeyjar. [[1931]] hætti félagið starfsemi og þorpið fór í eyði [[1943]].
 
[[1986]] eignaðist [[Reykjavíkurborg]] eyjuna.