„Milljónarfélagið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Miljónafélagið''' var útgerðarfélag P.J. Thorsteinsson & Co sem var með höfuðstöðvar í Viðey á árunum 1907-1914. Viðey var valinn sem aðalmiðstöð féla...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 24. ágúst 2007 kl. 14:44

Miljónafélagið var útgerðarfélag P.J. Thorsteinsson & Co sem var með höfuðstöðvar í Viðey á árunum 1907-1914. Viðey var valinn sem aðalmiðstöð félagsins vegna þess að í Reykjavík vantaði höfn, vatnsveitu og rafmagn.

Félagið nefndist svo vegna þess að hlutafé félagsins var miljón krónur sem samsvaraði ríkisútgjöldum stofnárið. Helstu hvatamenn að stofnun þess voru Pétur J. Thorsteinsson á Bíldudal og Thor Jensen í Reykjavík auk danskra fjármálamanna. Félagið lét reisa tvær hafskipabryggjur í Viðey, hafnarbakka, fiskverkunarhús, sem járnbrautarteinar tengdu við bryggjurnar, og kola- og saltgeymslur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.