„Kaupfélag Eyfirðinga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Thvj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
}}
 
'''Kaupfélag Eyfirðinga''', best þekkt undir [[skammstöfun]]inni '''KEA''', er [[Ísland|íslenskt]] [[fyrirtæki]] sem stofnað var [[1886]] sem [[kaupfélag]]. Félagið var á tímabili stærsti atvinnuveitandi á [[Norðurland]]i en má muna sinn fífil fegurri. Í dag starfar KEA sem fjárfestingarfélag sem öðrum þræði vinnur í þágu eigenda sinna að eflingu atvinnulífs og búsetuskilyrða á starfssvæði sínu.
 
Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað þann 19. júní 1886 á Grund í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]. Kom þar saman hópur manna og stofnaði Pöntunarfélag Eyjafjarðar, en hálfu ári síðar var nafninu breytt í Kaupfélag Eyfirðinga. Upphaflegur tilgangur félagsins, líkt og annarra [[kaupfélag]]a, var að útvega félagsmönnum vörur á hagstæðu verði. Á árunum eftir [[fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]] byggði KEA verslunarhús, sláturhús, mjólkurvinnslustöðvar og frystihús til frystingar á kjöti til útflutnings.