„Hjálp:Handbók“: Munur á milli breytinga

3.350 bætum bætt við ,  fyrir 15 árum
m (Wikipedia:Handbók færð á Hjálp:Handbók: Hjálp fyrir kennslusíður, Wikipedia fyrir reglur og fl.)
 
==== Fæðingar- og dánardagur ====
Í æviágripum ætti að geta fæðingar- og dánardags viðkomandi í upphafi greinarinnar, ef þær eru þekktar, með eftirfarandi hætti:
 
* '''Plútarkos''' ([[46]] – [[127]])
* '''Charles Darwin''' ([[12. febrúar]] [[1809]] – [[19. apríl]] [[1882]])
** Athugið að (a) það er ekki komma á milli mánaðardags og árs, (b) það er stafabil milli ártals/dagsetningar og bandstriks, og (c) notað er bandstrik (–) en ekki mínus-merki (-) og ekki þankastrik/langstrik (—).
** Einnig má rita:
*** '''Charles Darwin''' (fæddur [[12. febrúar]] [[1809]], dáinn [[19. apríl]] [[1882]]), eða
*** '''Charles Darwin''' (f. [[12. febrúar]] [[1809]], d. [[19. apríl]] [[1882]])
*** Einnig mætti rita „látinn“ í stað „dáinn“
** Gætið þess að ''blanda ekki saman'' ólíkum leiðum, t.d.: (fæddur [[12. febrúar]] [[1809]] – [[19. apríl]] [[1882]])
** Ef fæðingar- eða dánarstaður er þekktur má geta hans. Til dæmis „([[12. febrúar]] [[1809]] í Shrewsbury í Shropshire á Englandi – [[19. apríl]] [[1882]] í Downe í Kent á England)“. Einnig má færa fæðingar- og dánarstað yfir í meginmálið svona: „([[12. febrúar]] [[1809]] – [[19. apríl]] [[1882]]) [...] Hann fæddist í Shrewsbury í Shropshire á Englandi [...] og lést í Downe í Kent á England.“
 
''Ártöl fyrir og eftir okkar tímatal:''
* Ártöl fyrir okkar tímatal eru gefin til kynna með skammstöfuninni „f.Kr.“ (fyrir Krist):
** '''Sókrates''' ([[469 f.Kr.]] – [[399 f.Kr.]])
** Einnig mætti rita: ([[469 f.Kr.|469]] – [[399 f.Kr.]])
** Í staðinn fyrir skammstöfunina „f.Kr.“ mætti einnig nota skammstöfunina „f.o.t.“ (fyrir okkar tímatal) en ''gæta verður þess að nota sömu skammstöfunina alls staðar í greininni''.
* Ef annað fæðingarár er fyrir okkar tímatal en ekki dánarárið skal það gefið til kynna með skammstöfuninni „e.Kr.“ (eftir Krist):
** '''Publius Ovidius Naso''' ([[43 f.Kr.]] – [[17|17 e.Kr.]])
 
''Lifandi fólk:''
* '''Serena Williams''' (fædd [[26. september]] [[1981]]) eða '''Serena Williams''' (f. [[26. september]] [[1981]])
** Þannig skal geta fæðingarárs lifandi fólks.
** Athugið að það er ''ekki'' gert svona: ([[26. september]] [[1981]]–)
 
''Eitt ártal:''
* Þegar einungis dánarár er þekkt skal þess getið með eftirfarandi hætti:
** '''Offa''' (dáinn [[26. júlí]] [[796]]), eða
** '''Offa''' (d. [[26. júlí]] [[796]])
* Þegar dánarár er óþekkt (en viðkomandi er örugglega látinn)
** '''Robert Menli Lyon''' (fæddur [[1789]], dánarár óþekkt)
 
''Einungis valdatími þekktur:''
* Þegar einungis valdatími er þekktur.
** '''Rameses III''' (við völd [[1180 f.Kr.]] – um [[1150 f.Kr.]])
 
''Ónákvæm ártöl:''
* Á undan ártölum sem eru ekki nákvæm skal rita „um“:
** '''Genghis Khan''' (um [[1162]] – [[18. ágúst]] [[1227]])
* Þegar bæði ártölin eru ónákvæm er „um“ ritað á undan hvoru ártali fyrir sig:
** '''Dionysius Exiguus''' (um [[470]] – um [[540]])
* '''Osmund''' ([[floruit|fl.]] 760–772)
** Þegar vitað er að viðkomandi var uppi á tilteknu ári eða tímabili. <nowiki>„[[floruit|fl.]]“ </nowiki> er notað til að tengja í greinina [[floruit]], sem útskýrir hugtakið.
 
===== Flokkun eftir fæðingar- og dánarári =====
Merkja skal greinarnar með fæðingarsniðinu <code><nowiki>{{f|fæðingarár}}</nowiki></code> þar sem ártalið er fæðingarár viðkomandi. Fyrir látna einstaklinga skal nota sniðið <code><nowiki>{{fd|fæðingarár|dánarár}}</nowiki></code>, og ef dánarár en ekki fæðingarár er vitað <code><nowiki>{{d|dánarár}}</nowiki></code>.
''Dæmi:''
50.763

breytingar