„Jóhannes úr Kötlum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
BiT (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jóhannes''' Bjarni Jónasson ''' úr Kötlum''' var fæddur að Goddastöðum í Dölum [[4. nóvember]] [[1899]] og lést í Reykjavík [[27. apríl]] [[1972]]. Jóhannes kvæntist [[24. júní]] [[1930]], Hróðnýju Einarsdóttur, fædd [[12. maí]] [[1908]]. Börn þeirra: Svanur ([[1929]]), Inga Dóra ([[1940]]) og Þóra ([[1948]]).
Jóhannes stundaði nám við lýðskólann í Hjarðarholti 1914 - 1916. Tók kennarapróf 1921 og var kennari frá 1917 til 1932. Hann stundaði síðan eingöngu ritstörf, fyrst í Reykjavík, síðan í Hveragerði, en aftur í Reykjavík frá 1959 og til æviloka. Hann var formaður Félags byltingarsinnaðra rithöfunda 1935 til 1938. Dvaldist sumurin 1939 og 1940 á Kili sem eftirlitsmaður sauðfjársjúkdómanefndar. Jóhannes var alþingismaður Reykvíkinga 1941. Þá var hann umsjónarmaður við Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands í Þórsmörk á sumrum 1955 til 1962.
Jóhannes úr Kötlum var eitt helsta skáld sinnar samtíðar og mjög afkastamikill höfundur. Eftir hann liggja 20 ljóðabækur, 5 skáldsögur, hann þýddi fjölda bóka, ritaði greinar í blöð og tímarit og flutti erindi um stjórnmál og menningarmál. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1926 og nefndist [[Bí, bí og blaka]] og sú síðasta Ný og nið kom út 1970. Ljóð hans eru mjög fjölbreytt að efni og formi, allt frá barnaljóðum, baráttuljóðum og ættjarðarljóðum í hefðbundnum stíl til módernisma. Náttúran á sterk ítök í ljóðum hans og er oft nátengd tilfinningum og lífsviðhorfum Jóhannesar. Hann var alls staðar þátttakandi, hafði ríka réttlætiskennd og var einarður í skoðunum.
Jóhannes úr Kötlum hlaut 2. verðlaun fyrir hátíðarljóð sín á Alþingishátíðinni 1930 og 1. verðlaun fyrir [http://servefir.ruv.is/1944/sida4.htm Lýðveldishátíðarljóð] sitt 1944. Þá hlaut hann '''Silfurhestinn''', bókmenntaverðlaun gagnrýnenda dagblaðanna 1971 fyrir bókina Ný og nið, en sú bók var sama ár tilnefnd til [http://www.norden.org/nr/pris/lit_pris/is/index.asp Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs], en Jóhannes lést áður en verðlaununum var úthlutað. Jóhannes úr Kötlum var heiðursfélagi Rithöfundafélags Íslands.