„Hjálp:Handbók“: Munur á milli breytinga

 
=== Almennur ritstíll ===
Wikipedia er alfræðirit og greinar hennar þurfa að taka mið af því. Tilgangur ritsins er að fræða lesandann. Uppbygging greina ætti því að vera slík að hún hjálpi lesandanum að öðlast skilning á efninu. Í upphafi hverrar greinar ætti að vera hnitmiðaður inngangur. Röðun kafla og efnisgreina ætti svo að vera eðlileg og rökrétt. Málsgreinar ættu að vera hnitmiðaðar og skýrar. Hver grein í heild sinni ætti að vera auðlesin og skiljanleg öllum lesendum en ekki einungis sérfræðingum á viðkomandi sviði.
 
Ólíkt flestum öðrum miðlum eru vefsíður þeim eiginleikum gæddar að hægt er að gera tengla beint í aðrar síður sem svo hægt er að nálgast á aðgengilegan hátt. Það er því bæði óþarft og óákjósanlegt að ráfa of mikið af braut og reyna að útskýra hin ýmsu hugtök sem notuð eru í greininni innan hennar sjálfrar. Mun betra er að sleppa því og [[#Innri tenglar|tengja]] frekar í hugtökin sem um ræðir og útskýra þau í sínum eigin greinum. Þetta gerir viðhald einstakra greina auðveldara auk þess sem það safnar öllum upplýsingum um ákveðið efni á einn stað.
 
Greinar ættu ekki að lýsa skoðunum höfundar og ættu hvorki að nota persónufornafnið í 1. persónu (þ.e. ''ég'', ''mig'', ''mér'', ''mín'') né ávarpa lesandann beint (þ.e. ''þú'', ''þig'', ''þér'', ''þín'').
 
Réttritun og greinarmerkjasetning ætti að fylgja íslenskum stafsetningarreglum.
 
=== Inngangur ===
50.763

breytingar