„Strandasýsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 48:
[[Strandavíðir]] er hraðvaxta afbrigði [[gulvíðir|gulvíðis]] sem var fenginn til ræktunar frá [[Tröllatunga|Tröllatungu]] í Steingrímsfirði. Hann var því kallaður „tröllavíðir“ upphaflega, áður en farið var að nota það nafn á eitt afbrigði [[alaskavíðir|alaskavíðis]]. Trjáplöntur má víða sjá við bæi á Ströndum, en þar eru fáir ræktarskógar þótt skjól sé gott. Í Bjarnarfirði hefur þó verið skógræktarverkefni um nokkurt skeið.
 
Í nágrenniKálfanesi, Hólmavíkuren þorpið Hólmavík byggðist úr landi hennar, vex afbrigði af [[brenninetla|brenninetlu]] sem er kölluð „stórnetla“. Líklegt er að hún hafi verið flutt til landsins og ræktuð sem [[lækningajurt]]. Bæði [[Björn Halldórsson]] í Sauðlauksdal og [[Ólafur Olavius]] nefna netluna í ritum sínum, sá fyrri segir að hún sé góð við hósta og hryglu sé hún menguð með hunangi, en sá síðari segir að hún henti vel til að húðstrýkja galdramenn sem láti þá af þeirri iðju.
 
Strandir eru fyrst og fremst þekktar sem [[sauðfjárrækt]]arsvæði þótt fjölbreyttari kvikfjárrækt sé stunduð í Hrútafirði og hlunnindabúskapur hafi ráðið úrslitum fyrir byggðirnar norðan Reykjarfjarðar fyrr á öldum. Strandir norðan Bitrufjarðar eru [[riða|riðulaust]] svæði og þangað er gjarnan sótt [[sauðfé]] þegar fé er fengið að nýju á svæði eftir niðurskurð.