„Jón Espólín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Jón (Jónsson) Espólín''' (22. október 1769 - 1. ágúst 1836) var sýslumaður og íslenskur annálaritari og er einna frægastur fyri...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. júlí 2007 kl. 00:22

Jón (Jónsson) Espólín (22. október 1769 - 1. ágúst 1836) var sýslumaður og íslenskur annálaritari og er einna frægastur fyrir að hafa tekið saman Íslands Árbækur í söguformi sem út komu 1821. Sagt hefur verið um Jón að hann hafi skrifað óvenju góða íslensku á tíð sem var æði dönskuskotin.

Jón var skipaður sýslumaður í Snæfellsnessýslu frá 19. september 1792. Hann tók við sýslunni seint í nóvember sama ár.

Gísli Konráðsson, lærisveinn og vinur Jóns Espólíns, lýsti honum svo:

"Fríður var hann sýnum og mikill vexti; hæð hans var 73 þumlungar, en yfir axlir og brjóst 50 þumlungar að dönsku máli; armaþrekinn, fögur höndin, í smærra lagi eftir vexti og skófætur snotrir [...] ljóseygur og augun í stærra lagi og opineygur og heldur rýnd á efri árum, en sá lengst af afarvel á bók."

Snið:Æviágripsstubbur