„Nýrýni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Sennilega ágætt að tengja í sálfræði og félagsfræði f. lesendur sem átta sig ekki á út á hvað þær greinar ganga
Lína 1:
'''Nýrýni''' (e. ''New Criticism'') er stefna í [[bókmenntarýni]] sem ruddi sér til rúms í [[Bretland]]i og [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar. Þeir höfundar sem nú eru kenndir við nýrýni voru sundurleitir í skoðunum en helsta sameiginlega einkenni þeirra er höfuðáhersla á nákvæma greiningu á sjálfum texta þess bókmenntaverks sem um er fjallað. Þeir höfnuðu rannsóknaraðferðum sem byggðust á að skoða æviferil skáldsins eða hugmyndafræðilegan og samfélagslegan bakgrunn þess. Þannig beindist nýrýnin gegn klassískri [[textafræði]], [[pósítivismi|pósítivisma]] og áhrifum [[sálfræði]] og [[félagsfræði]] á bókmenntarannsóknir.
 
Forvígismenn nýrýni náðu mestum árangri í greiningu á [[lýrík]] enda voru þeir margir ljóðskáld sjálfir. Með því að beita „nákvæmum lestri“ (e. ''close reading'') á texta hugðust þeir finna mynstur innan hans, til dæmis með því að skoða [[myndhverfing]]ar og [[tákn]] en einnig [[þversögn|þversagnir]] og margræði.