„Gjögur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Gjögur''' er fornfræg veiðistöð á Ströndum á Vestfjörðum. Gjögur er utan við Sætrafjall á Reykjanesi, milli Trékyllisvíkur...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. júní 2007 kl. 19:32

Gjögur er fornfræg veiðistöð á Ströndum á Vestfjörðum. Gjögur er utan við Sætrafjall á Reykjanesi, milli Trékyllisvíkur og Reykjafjarðar. Þar var einkum fræg hákarlaveiðistöð á síðustu öld. Gengu þá oft þaðan 15-18 skip til hákarlaveiða samtímis og voru 7-11 menn á hverju skipi. Það er þó löngu liðin tíð. Við Gjögur er bryggja, flugvöllur og þar hefur lengi verið veðurstöð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.