„Karl Popper“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
PolarBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: li:Karl Popper
Steinninn (spjall | framlög)
m fjarlægði ÓU mynd
Lína 29:
 
==Stjórnmálaheimspeki==
[[Mynd:Hayek and Popper.jpg|thumb|left|300px|Karl Popper og [[Friedrich A. von Hayek]], tveir stofnendur [[Mont Pèlerin Society]] ]]
 
Í bókinni ''The Open Society and Its Enemies'' hélt Popper því fram, að margir vestrænir menntamenn hefðu orðið fyrir óhollum áhrifum af þremur hugsuðum, [[Platón]]i, [[Hegel]] og [[Marx]]. Krafa [[Platón]]s um vitringaveldi væri gölluð, meðal annars vegna þess að erfitt væri að hafa upp á vitringunum. Það skipti ekki heldur eins miklu máli, hverjir stjórnuðu, og hverju stjórnað væri. Vandi stjórnmálanna væri ekki að finna þá, sem best væru fallnir til að stjórna, heldur að lágmarka skaðann af þeim, sem af einhverjum ástæðum hefðu fengið völd og kynnu ekki með þau að fara. [[Lýðræði]] væri umfram allt friðsamleg aðferð til að skipta um valdhafa. Popper deildi í bókinni harkalega á [[Hegel]] og rakti margar hugmyndir alræðissinna, nasista og kommúnista, til hans. Hann var mildari í dómum um [[Marx]], en kvað hugmyndir hans fæstar standast tímans tönn. Kenning hans um, að verðgildi vöru færi eftir þeirri vinnu, sem lögð hefði verið í framleiðslu vörunnar, væri röng, og spádómur hans um, að verkamenn iðnríkjanna yrðu sífellt fátækari, uns þeir hlytu að rísa upp og hrinda kúgurum sínum að höndum sér, hefði bersýnilega ekki ræst. Með því að grafa í sífellu undan því skipulagi [[frelsi]]s og framfara, sem hefði þrátt fyrir alla galla sína verið að myndast á [[19. öld]], hefðu kommúnistar og jafnvel jafnaðarmenn búið í haginn fyrir nasista.