„Þykkvabæjarklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
Haukurth (spjall | framlög)
Ábótatal
Lína 1:
'''Þykkvabæjarklaustur''' er kirkjustaður í [[Álftaver]]i. Þar var stofnað munkaklaustur árið [[1168]] og hélst það til [[siðaskiptisiðaskiptin á Íslandi|siðaskipta]]. [[Eysteinn Ásgrímsson]] var munkur þar. Stuðlabergssúla er á þeim stað sem talið er að klaustrið hafi staðið.
 
==Ábótar==
 
Hér er upphafsár venjulega miðað við vígslu til ábóta en stundum gegndu menn hlutverkinu nokkuð fyrir formlega vígslu. Sumir ábótar Þykkvabæjarklausturs eru vel kunnir en um aðra eru heimildir mjög rýrar og á það sérstaklega við um 15. öldina.
 
# [[Þorlákur Þórhallsson]], 1170 - 1175, síðar biskup og dýrlingur
# Guðmundur Bjálfason, 1178 - 1197, "góðr maðr ok rjettlátr, mildr ok metnaðarlauss"
# Jón Ljótsson, 1198 - 1224
# Hallur Gissurarson, 1224 - 1230, sonur [[Gissur Hallsson|Gissurar Hallssonar]] lögsögumanns
# Arnór Össurarson, 1232 - 1247
# [[Brandur Jónsson]], 1247 - 1263, mikill lærdómsmaður, þýddi m.a. Alexanders sögu, varð síðar biskup
# [[Runólfur Sigmundsson]], 1264 - 1306, öflugur samherji [[Árni Þorláksson|Árna Þorlákssonar]] í [[Staðamálin|staðamálum síðari]]
# Loðmundur, 1307 - 1311
# [[Þorlákur Loptsson]], 1314 - 1350, kemur mjög við sögu [[Lárentíus Kálfsson|Lárentíusar Kálfssonar]] biskups, lenti í útistöðum við þrjá klausturbræður en meðal þeirra var [[Eysteinn Ásgrímsson]] sem orti Lilju, var talinn helgur eftir dauða sinn
# Eyjólfur Pálsson, 1352 - 1377
# Runólfur Magnússon, 1378 - 1403, dó í [[plágan mikla|plágunni miklu]]
# Jón Hallfreðarson, u.þ.b. 1415 - 1422, fórst við Vestmannaeyjar
# Jón, um miðja 15. öld
# Kolbeinn, um miðja 15. öld
# Bárður, 1461 - 1492
# Guðmundur Sveinsson, um 1500
# Árni, fram til 1520
# Kolgrímur Koðránsson, 1523 - u.þ.b. 1530, vinur [[Ögmundur Pálsson|Ögmundar Pálssonar]]
# [[Sigurður Halldórsson]], frá 1530, kemur við sögu í [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptunum]] sem samherji [[Jón Arason|Jóns Arasonar]]
 
==Heimildir==
 
* Janus Jónsson (1980) [1887]. ''Um klaustrin á Íslandi''. Endurprent, Reykjavík.
 
[[Flokkur:Klaustur]]