„Norræn goðafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.70.66, breytt til síðustu útgáfu Sterio
Lína 7:
==Goð==
Goð skiptast í tvær fylkingar , [[Æsir|æsi]] og [[Vanir|vani]]. Ættfaðir ása er [[Óðinn]], sonur [[Bor]]s og [[Bestla|Bestlu]]. Bor var sleiktur úr hrími af kúnni [[Auðhumla|Auðhumlu]] en Bestla var [[jötunn]]. Vanir voru færri en æsir, og koma minna við sögu í goðafræðinni, en þar eru helst þrír, [[Njörður]] og börn hans [[Freyja]] og [[Freyr]]. Meðal helstu ása voru [[Þór]], [[Baldur]], [[Loki]] og [[Frigg]]. Svo virðist sem að vanir hafi aðallega verið [[frjósemisgoð]] og er talið að þeir gætu hafa verið leifar eldri trúarbragða sem urðu undir við þjóðflutninga.
Norræn goðafræði hefur, auk goða, ýmsa vætti og verur sem ekki teljast til goða en eru þó mörg mjög kröftug og mikilvæg. Þeirra fremst eru [[jötnar]], mestu óvinir goðanna, sem þó eru yngri í heiminum en jötnar. Þar að auki eru mikið af verum sem eru hálf-jötnakyns og hálf-ásakyns, þeirra á meðal börn Loka [[Fenrisúlfur]], [[Miðgarðsormur]] og [[Hel]]. Hlutverk goðanna voru margvísleg, þau eiga öll einhverja sérstaka eiginleika og virka sem bæði [[fyrirmynd]]ir og [[vættir]] sem fólk getur beðið um hjálp til með því að [[blót]]a.
 
Fleiri nöfn má nefna eins og [[Mímir]], [[Bifröst]], [[Heimdallur]], [[Bragi]], [[Iðunn]], [[Týr]], [[Sigyn]].