„Ormsbók Snorra-Eddu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steinst (spjall | framlög)
m ég ætti líklega að skoða preview áður en ég vista breytingarnar ;)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ormsbók Snorra-Eddu''' (Codex Wormianus) er eitt af fjórum aðalhandritum [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]]. Hún er varðveitt á ''„[[Det Arnemagnæanske Institut'']]“ í [[Danmörk|Danmörku]] og hefur þar skráningarnúmerið AM 242 fol.
 
Um uppruna Ormsbókar er ekki vitað, en eigendasaga hennar á [[17. öld]] er þó nokkuð vel skráð. [[Árni Magnússon]] fékk handritið frá danska biskupnum [[Christian Worm]] árið [[1706]], en sá hafði fengið það frá afa sínum, fornfræðingnum og lækninum [[Ole Worm]] (1588-1654), en við hann er handritið kennt. Ole Worm fékk handritið frá [[Arngrímur Jónsson lærði|Arngrími Jónssyni lærða]] (1568-1648) árið [[1628]], og Arngrímur hefur líklega fengið það frá [[Guðbrandur Þorláksson biskup|Guðbrandi Þorlákssyni biskupi]] (1542-1627), en á síðu 147 í handritinu má sjá fangamark hans. Ekki er vitað með fullri vissu hvaðan Guðbrandur fékk handritið, en líklega hefur hann erft það frá móðurafa sínum, Jóni Sigmundssyni.
Lína 7:
Ormsbók hefur, auk Snorra-Eddu, að geyma fjórar málfræðiritgerðir sem einfaldlega eru kallaðar [[Fyrsta málfræðiritgerðin|fyrsta]], önnur, þriðja og fjórða málfræðiritgerðin. Þær eru í aldursröð í handritinu, hvort sem tilviljun hefur ráðið því eða ekki, sú fyrsta er elst og sú fjórða er yngst. Ekki er vitað hver er höfundur málfræðiritgerðanna, fyrir utan þá þriðju, en höfundur hennar er að öllum líkindum [[Ólafur Þórðarson hvítaskáld]] (1210-1259). Auk málfræðiritgerðanna og Snorra-Eddu er í handritinu einnig að finna eina varðveitta eintak [[Rígsþula|Rígsþulu]], auk annarra smávægilegri verka og athugasemda.
 
==Heimildir:Heimild==
* Hreinn Benediktsson. 1972. ''The First Grammatical Treatise''. Institute of Nordic Linguistics, Reykjavík.