„Bannfæring“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
málfar og leiðréttur myndatexti til samræmis við skráningu myndarinnar
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
 
Bannfæringin var einkum tvíþætt: forboð, sem var útilokun frá kirkjulegri þjónustu, og bann hið meira eða stórmæli sem útilokaði menn frá öllu samneyti við kristna menn. Þriðja stigið, bann á heil lönd eða héruð, var einungis á valdi páfa.
Sögulega mikilvægar voru hinar gagnkvæmu bannfæringar frá [[Róm]] og [[Konstantínópel]] frá [[1054]] (sem ekki voru endurkallaðar fyrr en [[1965]]) og bannfæring páfans [[Leó X]] á [[Marteinn Lúther|Marteini Lúther]] og fylgismönnum hans árið [[1520]] (sem einnig var endurkallað 1965).
Bannfæringin er ekki um alla framtíð, allt eftir afbroti getur sá áfelldi sýnt iðrun og þar með verið tekinn í söfnuðinn að fullu að nýju. Bannfæringin er einungis veraldleg refsing, það er ekki eins og oft er haldið, að sá sem deyr bannfærður sé þar með fordæmdur að eilífu.