„Sverrir Hermannsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JabbiAWB (spjall | framlög)
skipta vefheimild2 f. vefheimild, Replaced: |mánuðurskoðað=10. maí| → |mánuðurskoðað=10. maí|árskoðað= (AWB)
smávægileg umorðun
Lína 1:
[[Mynd:SverrirHermannsson.jpg|thumb|Sverrir Hermannsson]]
'''Sverrir Hermannsson''' (f. [[26. febrúar]] [[1930]]) er fyrrverandi [[alþingismaður]] og ráðherra fyrir [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinn]] og síðar þingmaður fyrir [[Frjálslyndi flokkurinn|Frjálslynda flokkinn]], sem hann stofnaði eftir að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum. Sverrir er þekktur fyrir skrautlegt málfar. Hann er faðir [[Margrét Sverrisdóttir|Margrétar Sverrisdóttur]].
 
=== Ætt ===
Lína 12:
 
=== Stjórnmálastarf ===
Ungur gekk Sverrir í Sjálfstæðisflokkinn og settist fyrst á þing í apríl 1964 sem varaþingmaður [[Austurlandskjördæmi|Austurlands]]. Hann náði svo kjöri sem þingmaður Austurlandskjördæmis í [[Alþingiskosningar 1971|kosningunum 1971]] og hélt þingsætinu til 1988 þegar hann hvarf til starfa í [[Landsbanki Íslands|Landsbankanum]]. Sverrir var oft áberandi á þingi og var forseti [[Neðri deild Alþingis|neðri deildar]] 1979-1983. Hápunktinum á sínum ferli innan Sjálfstæðisflokksins náði Sverrir í fyrri ríkisstjórn [[Steingrímur Hermannsson|Steingríms Hermannssonar]] þar sem hann var ráðherra. Hann var [[iðnaðarráðherra]] frá 26. maí 1983 - 16. okt. 1985 var hann [[iðnaðarráðherra]] en eftir að [[Þorsteinn Pálsson]] kom inn í ríkisstjórnstjórnina var hann [[menntamálaráðherra]] til 28. apríl 1987 (gegndi samt störfum til 8. júlí). Sverrir sat í [[Norðurlandaráð]]i 1975-1983 og aftur 1987-1988.
 
Stuttu eftir að hann hætti sem bankastjóri stofnaði Sverrir ásamt stuðningsmönnum sínum Frjálslynda flokkinn og var formaður flokksins frá upphafi til ársins [[2003]]. Hann sat svo á þingi 1999-2003 fyrir [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykvíkinga]] og var [[aldursforseti]] á Alþingi það [[kjörtímabil]].