Munur á milli breytinga „Voynich-handritið“

1.040 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
m
Nýja kenningin
m
m (Nýja kenningin)
=== Margir höfundar ===
[[Prescott Currier]], dulmálsfræðingur hjá bandaríska sjóhernum, fékkst við handritið á 7. áratug 20. aldar, og sá hann að hægt væri að aðgreina blaðsíðurnar í „jurta“ hlutanum í tvennt, ''A'' og ''B'', sem hafa mjög ólíka tölfræðilega eiginleika og smávægilega ólíka handskrift. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Voynich handritið hljóti að vera verk tveggja eða fleiri höfunda, sem notuðu mismunandi [[málýska|málýskur]] eða réttritunarreglur, en þekktu báðir ritkerfið. Nýlegar rannsóknir hafa þó vakið spurningar um þessa niðurstöðu. Sérfræðingur í greiningu rithanda sá aðeins eina rithönd í öllu handritinu. Einnig, þegar að aðrir hlutar handritsins eru skoðuð kemur í ljós að ''A'' og ''B'' skriftirnar eru á sitthvorum endanum á skriftarstílnum, sem gefur til kynna að þeir hlutar hafi verið skrifaðir með mjög löngu millibili.
 
=== Antonio Averlino ===
Árið 2006 lagði [[Nicholas Pelling]] til að hugsanlegur höfundur handritsins væri [[Antonio Averlino]], arkitekt frá [[Flórens]] sem starfaði í hirð erkihertogans í [[Mílan]], [[Fransesco Sforza]]. Röksemdafærslan er sú að Averlino skrifaði fjölmargar bækur fyrir Sforza og í þeim vísaði hann gjarnan á önnur rit sem hann kvaðst hafa skrifað en hafa aldrei fundist. Þau rit voru sögð innihalda teikningar og lýsingar á uppfinningum Averlinos. Þá telur Pelling að blómateikningarnar séu dulkóðaðar myndir af gangverki véla, og þar sé meðal annars að finna teikningu af mjög einföldum sprengihreyfli.
 
Þessi kenning er af mörgum talin afar góð, enda rökstudd með mjög ítarlegri greinargerð og ótrúlega mörgum tilvísunum. En þó er afkóðunartilraunin sem er sett fram í bókinni álitin frekar vafasöm -- hún byggir lítið á þekktum staðreyndum og styðst mest við hugmyndir sem birtust Bandaríska úrsmiðinum Steve Eckwall í sýn.
 
== Tilgátur um innihald og merkingu ==
Síðla árs [[2003]] lagði pólski fræðimaðurinn [[Zbigniew Banasik]] fram þá tillögu að handritið væri ritað í [[Manchu]] málinu (talað í [[Manchúríu]], leppríki Japans fyrir upphaf seinni heimstyrjaldarinnar, nú skipt milli [[Kína]] og [[Mongólía|Mongólíu]]) og gaf hann ófullkomna þýðingu á fyrstu síðu handritsins.
 
<!-- === Fjöltyngismál ===
=== Tilbúið tungumál ===
=== Gabb === -->
 
== Helstu verkfæri afkóðara ==
Þeir sem að eru að leitast eftir hinni sönnu merkingu Voynich handritsins hafa komið sér upp ýmsum tólum til þess verks.
1.802

breytingar