Munur á milli breytinga „Efnahagur Íslands“

ekkert breytingarágrip
m
'''Efnahagur Íslands''' byggir enn að talsverðu leyti á [[Fiskveiðar|fiskveiðum]], sem afla nær 40% útflutningstekna og veita 8% vinnandi manna störf. Þar sem aðrar [[náttúruauðlindir]] skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á [[ál]]i og [[kísilgúr]]i sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum.
 
Stjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðis]]- og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]], sem hefur setið við stjórnartaumana frá [[1995]], hefur á stefnuskránni að draga úr ríkisumsvifum og einkavæða ríkisfyrirtæki. Ríkisútgjöld, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafa þó vaxið síðustu ár. Núverandi ríkisstjórn er andvíg inngöngu í [[Evrópusambandið]].
 
Fjölbreytileiki í efnahagslífinu hefur aukist undanfarna tvo áratugi. Ferðamannaþjónusta verður æ fyrirferðameiri, og reyna Íslendingar að lokka til sín útlendinga með auglýsingum um hreina og ómengaða náttúru og öflugt næturlíf.
191

breyting