„Bannfæring“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ný síða: Bannfæring (sem samsvarar hugtakinu anathema á latínu og á grísku Ανάθεμα) er kirkjuleg refsing sem einkum hefur verið notuð af [[Rómversk-kaþóls...
 
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Bannfæring (sem samsvarar hugtakinu anathema á [[Latína|latínu]] og á [[Gríska|grísku]] Ανάθεμα) er kirkjuleg refsing sem einkum hefur verið notuð af [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku]] og [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjum]] og kirkjudeildum tengdum þeim. Sá sem var bannfærður var útilokaður frá [[altarisganga|altarisgöngu]] (sem á [[Latína|latínu]] er nefnt ''ex communio'', fyrir utan kvöldmáltíðina eða fyrir utan söfnuðinn) og einnig frá öðru kirkjulegu samfélagi. Bannfæring er nefnd sem lokalausn við óguðlegt athæfi í ''Nýja testamentinu'', í Matteusarguðspjallinu 18:15-17 og í 1. Korintubréfinu 5:1-5 <ref>Biblían, Reykjavík, 1981, ISBN 838253</ref>
Bannfæring var notuð sem refsiaðgerð við alvarlegum afbrotum eins og villutrú, óguðlegu líferni og óhlýðni við skipunum kirkjunnar. Þessi refsiaðferð kristinna safnaða á sér rætur í samsvarandi refsingu innan [[Gyðingdómur|gyðingdóms]] en þar gátu menn átt yfir höfði sér að vera útilokaðir frá [[Sýnagóga|sýnagóguni]] í lengri eða skemmri tíma. Þessi refsing á sér forna sögu í gyðingdómi en er sjaldan notuð á seinni tímum.
 
Bannfæring í kristni var í upphafi einkum notuð til að hvetja einstaklinga í söfnuðinum til að betrumbæta sig og með því viðhalda trúarhreinleika safnaðarins (''poena medicinalis'') en þegar á leið verð bein refsiaðferð. Á 4. og 5. öld fékk bannfæringin fastara form bæði í skilgreiningu á hvað var refsivert athæfi og hver refsingin var og hvað sá seki þurfti að gera til að verða fullgildur safnaðarmeðlimur að nýju.