„Sjónvarpið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Leyndo (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Steinninn (spjall | framlög)
m einnig kallað ríkissjónvarpið
Lína 1:
'''Sjónvarpið''' (einnig kallað ''Ríkissjónvarpið'') er eina [[ríkisrekið|ríkisrekna]] [[sjónvarp|sjónvarpsstöðin]] á [[Ísland]]i. Hún hóf útsendingar þann [[30. september]] [[1966]]. Sjónvarpið er deild innan [[Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpsins]], ''RÚV'', sem einnig rekur þrjár [[útvarp|útvarpsstöðvar]].
 
Þegar sjónvarpið hóf göngu sína var aðeins sent út tvisvar sinnum í viku, á [[föstudagur|föstudögum]] og [[miðvikudagur|miðvikudögum]] en smátt og smátt jukust [[útsending]]ar. Fljótlega var sent út alla daga nema [[fimmtudagur|fimmtudaga]]. Einnig fór sjónvarpið í sumarfrí í [[júlí]] allt þar til [[1983]] og voru þá engar útsendingar í gangi. Það var svo ekki fyrr en [[1. október]] [[1987]] sem sjónvarpið hóf göngu sína 7 daga vikunnar. Nú á dögum er sjónvarpað allan sólarhringinn. Fréttaþjónusta landsmanna batnaði til muna þegar erlendar [[fréttir]] fóru að berast gegnum [[gervihnöttur|gervihnött]], en það gerðist í fyrsta skipti í september árið [[1981]] gegnum jarðstöðina [[Skyggnir|Skyggni]] í [[Mosfellsbær|Mosfellsbæ]].