„Teitur Örlygsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
GFS (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
GFS (spjall | framlög)
Tenglar, heimildir
Lína 1:
'''Teitur Örlygsson''', fæddur [[9. janúar]] [[1967]], er einn sigursælasti [[Körfuknattleikur|körfuknattleiksmaður]] [[Ísland|Íslands]] frá upphafi. Á árunum [[1984]]-[[2002]] vann hann tíu titla með liði sínu, [[Ungmennafélag Njarðvíkur|UMFN]].
 
Teitur lék allan sinn feril með liði UMFN, ef undan er skilinn veturinn [[1996]]-[[1997]], en þá lék hann með Larissa í [[Grikkland|Grikklandi]]. Hann lék samtals 405 deildarleiki og skoraði í þeim 6.579 stig, eða 16,2 stig að meðaltali í leik. Mest skoraði hann 21,2 stig að meðaltali, veturinn [[1995]]-[[1996]].
 
Teitur er handhafi flestra Íslandsmeistaratitla í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, en [[Agnar Friðriksson]], [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]], vann einnig tíu titla í 1. deild karla, forvera úrvalsdeildarinnar, á árunum [[1962]]-[[1977]].
 
Titillinn ''Leikmaður ársins'' í úrvalsdeild hefur fallið Teiti í skaut fjórum sinnum á ferlinum ([[1989]], [[1992]], [[1996]] og [[2000]]), og er hann efstur á þeim lista. Hann var einnig valinn 11 sinnum í úrvalslið úrvalsdeildar, og verður að teljast ólíklegt að nokkur nái að skáka honum þar.
 
==Heimildir==
*[http://www.kki.is/ KKÍ.is]
 
==Tenglar==