„Hannes Finnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hannes Finnsson''' fæddist [[8. maí]] [[1739]] í [[Reykholt]]i í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]]. Var hann sonur prestshjónanna þar, séra [[Finnur Jónsson biskup|Finns Jónssonar]], sem síðar varð biskup í [[Skálholt]]i, og [[Guðríður Gísladóttir|Guðríðar Gísladóttur]].
 
Hannes útskrifaðist aðeins 16 ára úr Skálholtsskóla vorið [[1755]] og hélt þegar um sumarið til guðfræðináms við Hafnarháskóla. Reyndi hann þar að auki að kynnast sem flestum greinum, einkum [[náttúruvísindi|náttúruvísindum]], [[þjóðhagfræði]] og [[stærðfræði]], auk norrænna fræða. Náði hann einnig góðri kunnáttu í [[latína|latínu]], [[gríska|grísku]], [[hebreska|hebresku]], [[franska|frönsku]] og [[þýska|þýsku]]. Embættispróf í [[guðfræði]] tók hann [[1763]]. Á þeim 12 árum, sem Hannes dvaldist samfleytt í [[Kaupmannahöfn]], kynntist hann mörgum helstu fræðimönnum [[Danmörk|Danmerkur]] og velunnurum þeirra. Komst hann í einstaka aðstöðu til grúsks og fræðastarfa og nýtti hann sér það samviskusamlega.