„Drangsnes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Tæmdi síðuna
Lína 1:
'''Drangsnes''' er lítið [[þorp]] á [[Selströnd]] yst við norðanverðan [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfjörð]] í [[Strandasýsla|Strandasýslu]]. Íbúar voru 76 þann 1. desember 2005, en alls búa í [[Kaldrananeshreppur|Kaldrananeshreppi]] 112 íbúar (í árslok 2005) og hefur fækkað síðastliðin ár.
 
Í [[Hveravík á Selströnd|Hveravík]] skammt innan við þorpið eru heitir hverir í fjöruborðinu alveg í vegarkantinum. Þar lifa sérstakar hitaþolnar flær. Þar var áður sundlaug. Í nágrenninu er [[Strákatangi]] þar sem hafist var handa haustið 2005 við [[fornleifarannsóknir|fornleifauppgröft]] á hvalveiðistöð [[Baskar|Baska]] frá [[17. öld]].
 
Á Drangsnesi er löndunarbryggja, en 2,5 km innan við þorpið, í [[Kokkálsvík]], er viðleguhöfn. Yst í þorpinu, þar sem heita [[Grundir]], er sérkennilegur steindrangur, sem heitir [[Kerling við Steingrímsfjörð|Kerling]]. Þorpið dregur nafn af þessum drangi, en þjóðsagan segir að hann hafi verið eitt af þremur tröllum sem reyndu að grafa Vestfirði frá meginlandinu.
 
Fyrir ofan þorpið er [[Bæjarfell]] (344 m). Þaðan er víðsýnt og er þægileg gönguleið á fellið.
 
Við mynni Steingrímsfjarðar utan við Drangsnes er [[Grímsey á Steingrímsfirði|Grímsey]], sannkölluð náttúruperla. Þar er stór [[lundi|lundabyggð]]. Einungis 10 mínútna sigling er út í eyjuna og eru ferðir til Grímseyjar á sumrin með bátnum Sundhana, sem einnig býður upp á [[sjóstangaveiði]].
 
Árið [[1996]] fannst heitt vatn við borun í miðju [[þorp]]inu og var lögð [[hitaveita]] í öll hús. Í [[fjara|fjöruborðinu]] neðan við þorpið eru heitir pottar, sem öllum er frjálst að nýta sér, en engir skiptiklefar eða hreinlætisaðstaða. Þurfa gestir því að notast við sturturnar, sem eru við [[tjaldstæði]] bæjarins. Sumarið [[2005]] var reist ný úti[[sundlaug]] sem opnaði sama ár. Þar er vaðlaug, heitur pottur og [[gufubað|eimbað]].
 
Drangsnesingar hafa haldið [[Bryggjuhátíð]] árlega frá [[1996]] og dregur hún til sín fjölda fólks hvert sumar. Flestir Drangsnesingar taka þátt í undirbúningi [[hátíð]]arinnar í [[sjálfboðavinna|sjálfboðavinnu]]. Á Drangsnesi er boðið upp á gistingu í tveggja manna herbergjum og einnig á Hótel Laugarhóli í [[Bjarnarfjörður|Bjarnarfirði]].
 
[[Flokkur:Strandir]]
[[Flokkur:Íslensk sjávarþorp]]
[[Flokkur:Þéttbýlisstaðir Íslands]]
 
[[nl:Drangsnes]]