„Sven Hassel“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Atli Axfjörð (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Atli Axfjörð (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Sven Hassel (fæddur 19. [[apríl]], [[1917]]) er [[Danmörk|Danskættaður]] hermaður og rithöfundur sem hefur skrifað skáldsögur sem eru að hluta til sjálfsævisögulegar, byggðar á reynslu hans í [[Síðari heimsstyrjöldin|Heimsstyrjöldinni síðari]].
 
Í bókunum sínum lýsir Hassel stríðinu í gegnum fyrstu-persónu sögumann með sama nafn og hann. Bækurnar lýsa ævintýrum 27. (Refsi) skriðdrekaherdeildar sem samanstendur af dæmdum glæpamönnum og hermönnum sem hafa komið fyrir herrétt. Fyrir utan Sven, eru það t.d. Legjónarinn (fyrrv. meðlimur frönsku útlendingaherdeildarinnar), risastór maður sem ber nafnið Lilli, svartamarkaðsbraskarinn Porta, riðilstjórinn Gamlingi og Julius Heide, maður sem trúir á Foringjann og Flokkinn. Þeir berjast á flestum vígstöðvum frá norðanverðu Finnlandi til Rússlands.