„Spjall:Júlíus Caesar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
 
Já, við höfum rætt þetta áður en ég man ekki hvar. Það má auðvitað ræða málin aftur og aftur. Rithátturinn „Sesar“ er á mörkunum að vera svo rótgróin venja að hann fái að vera í friði fyrir þessum blessuðu [[Umritun grískra og latneskra nafna á íslensku|reglum]]. Hins vegar eru ýmis rök gegn því. Til dæmis hefur rit mannsins verið gefið út í íslenskri þýðingu og þar heitir hann Cajus Julius Caesar. Þegar þetta rit verður endurútgefið (og mig grunar að það verði e.t.v. innan áratugar) þá mun hann enn þá heita Caesar. Hann sem sagt er og verður útgefinn höfundur á íslenskum bókamarkaði undir heitinu Caesar. Það er líka talað um Caesar í innganginum að ritunum ''[[Um ellina]]'' og ''[[Um vináttuna]]'' eftir [[Cicero]] (nb. ekki Síseró!), sem komu út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi; íslenskir fornfræðingar kjósa að tala um Caesar en ekki Sesar. Í öðru lagi heitir maðurinn Caesar, rétt eins og Clinton heitir Clinton en ekki Klinton/Slinton. Og í þriðja lagi er tilvísun frá „Sesar“ yfir á þessa síðu þannig að lesendur finna mjög auðveldlega greinina, sama hvað þeir halda að maðurinn heiti. Og þá sjá lesendur strax í upphafi ritháttinn „Sesar“ þótt hinn sé notaður í greininni. Ég sé þess vegna ágæt rök fyrir því að halda réttum rithætti nafnsins sem aðalrithættinum, frekar en að gera íslenskaðan framburðarrithátt að aðalrithættinum. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 15:21, 25 maí 2007 (UTC)
 
Fornfræðingar vilja sumsé nota stafsetninguna ''Caesar'', þó almenningur þekki líklega ''Sesar'' betur. Þar sem Sesar er mjög þekkt persóna í heimsbókmenntunum þætti mér fara betur á að nota ''S'' ritháttinn, ekki síst þar sem fornanfið er alltaf skrifað með íslenskum broddstöfum.
Fara aftur á síðuna „Júlíus Caesar“.