„Gaia“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Gaia''', '''Gaja''' eða '''Ge''' ([[forngríska|forngrísku]]: Γαῖα eða Γη) eða ''móðir jörð'' er nokkurs konar persónugervingur jarðar og var í fyrstu talin eitt helsta goðmagn [[Grísk goðafræði|grískrar goðafræði]]. Hún var dóttir [[Kaos]]ar.
 
Það kvað aldrei mikið að dýrkun hennar, því að goð sem gædd voru enn meiri persónulegum þrótti, yfirskyggðu hana, t.d. [[Rhea]], [[Hestía]], [[Demetra]] og [[Þemis]]. Meira bar á dýrkun [[Tellus]]ar (samskonar rómversk gyðja) í [[Rómaveldi|Róm]], enda þótt [[Ceres (gyðja)|Ceres]] og önnur skyld goð yrðu henni einnig yfirsterkari.
 
Höfuðþýðing Gaiu er í því fólgin, að hún getur af sér allt líf og eflir allan vöxt í ríki náttúrunnar. Hugsuðu menn sér hana fyrst og fremst sem móður, er sér öllum börnum sínum farborða af [[ást]] og umhyggjusemi. Ásamt [[Demetra|Demetru]] og öðrum skyldum gyðjum heldur hún sérstaklega verndarhendi yfir æskulýðnum. Sem verndari hans var hún einkum tignuð í [[Aþena|Aþenuborg]].