„Þórunn Sveinbjarnardóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
allir ráðherrar þingvallastjórnar komnir með grein
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. maí 2007 kl. 20:55

Þórunn Sveinbjarnardóttir (f. 22. nóvember 1965 í Reykjavík) er umhverfisráðherra Íslands. Hún hefur verið þingmaður fyrir Samfylkinguna í Reykjaneskjördæmi á árunum 1999-2003 og Suðvesturkjördæmi síðan 2003. Þórunn er menntaður stjórnmálafræðingur og var framkvæmdastjóri Samtaka um kvennalista á árunum 1992-1995. Hún hefur einnig gegnt ýmsum störfum fyrir Rauða krossinn, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi.