„Saga Japans“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Japanskt samfélag grundvallaðist á rótgróinni menningu og siðvenjum en [[Bandaríkin]] voru nýtt [[þjóðfélag]] þar sem landnemar víða að úr heiminum voru að festa rætur. Á þessum tíma, þegar nýlendukapphlaup [[Evrópa|Evrópuríkja]] stóð sem hæst, var [[Japan]] eina [[Asía|Asíuríkið]] sem stóðst vestrænum löndum snúning. Vestræn áhríf jukust mjög mikið í Japan á síðari hluta [[19. öldin|19. aldar]]. Bandaríkjamenn þvinguðu Japani til þess að opna hafnir sínar fyrir erlendum kauðmönnum árið [[1854]]. Þrátt fyrir að Japan væri einangrað land voru ýmsar hliðstæður í samfélagsþróun Japan og Evrópu. [[Lénskerfið]] hafði t.d lengi verið ríkjandi í landinu. Samúræjar voru hinir japönsku lénsriddarar og tóku þátt í byltingu gegn herstjórninni, sem lengi hafði farið með völdin, árið [[1868]]. Þá urðu tímamót í sögu Japan og á næstu áratugum hófst víðtæk iðnaðaruppbygging og nútímavæðing. Landið varð fljótt iðnríki að evrópskri fyrirmynd. Japanir leituðu ráða hjá Evrópumönnum og undir aldarlok störfuðu um 3000 evrópskir ráðgjafar í Japan. [[Frakkland|Frakkar]] veitu ráðgjöf um [[Löggjafarvald|lagasetningu]] og uppbyggingu iðnaðar en járnbrautalagning, viðskiptamál og uppbygging flotans var undir [[Bretland|breskra]] handleiðslu. [[Japanski herinn]] var mótaður eftir [[Prússland|prússneskri]] og franskri fyrirmynd. Japanir tóku líka upp vestræna siði, klæðaburð og hártísku. Evrópskra áhrifa gætti líka í japanskri byggingarlist.
 
Staða Japan var mjög sterk á alþóðavettvangi og í átökum við [[Kína|Kínverja]] á árunum [[1894]] til [[1895]] höfðu þeir sigur og stuttu síðar, eða árið [[1905]], sigruðu þeir [[RúslandRússland|Rússa]]. Sá sigur varð mörgum Evrópuþjóðum undrunarefni og sýndi fram á styrkleika japanska ríkisins.
 
[[Flokkur:Saga Japans| ]]