Munur á milli breytinga „Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar“

ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Viðeyjarstjórnin23.jpg|thumb|none|390px|Viðeyjarstjórnin]]
 
===Stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1991-1995===
'''Viðeyjarstjórnin''' var ríkisstjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] sem sat við völd á Íslandi frá [[1991]] til [[1995]]. Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt af því að [[Davíð Oddsson]] bauð [[Jón Baldvin Hannibalsson|Jóni Baldvin Hannibalssyni]] [[utanríkisráðherra]] til stjórnarmyndunarviðræðna út í [[Viðey]] að loknum Alþingiskosningum [[20. apríl]] [[1991]]. Þegar [[Steingrímur Hermannsson]] baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt [[23. apríl]] [[1991]] fékk [[Davíð Oddsson]] [[stjórnarmyndunarumboð]]ið. Viðeyjarstjórnin tók við völdum [[30. apríl]] [[1991]].
Eftir kosningarnar 1991 myndaði Davíð á stuttum tíma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem hefur verið kölluð „[[Viðeyjarstjórnin]]“. Varð [[Jón Baldvin Hannibalsson]], formaður [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]], [[utanríkisráðherra]]. Stjórnin kvaðst berjast við mikinn „fortíðarvanda“, sem fælist í hallarekstri á [[ríkissjóður|ríkissjóði]], tómum sjóðum vegna misheppnaðra fjárfestinga í [[fiskeldi]] og [[loðdýrarækt]] og hættu á [[verðbólga|verðbólgu]]. Með aðhaldi í fjármálum og peningamálum tókst að halda verðbólgu í skefjum, en það auðveldaði stjórninni leikinn, að aðilar vinnumarkaðarins höfðu gert svonefnda „[[Þjóðarsáttin|þjóðarsátt]]“ árið 1990 um hóflegar launahækkanir. Einnig voru ýmsir [[Listi yfir opinbera sjóði|opinberir sjóðir]] lagðir niður, svo sem [[Framkvæmdasjóður]], [[Hlutafjársjóður]] og [[Atvinnutryggingarsjóður]] og strangar reglur settar um [[Byggðasjóður|Byggðasjóð]]. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar að ráði þeirra Davíðs og Jóns Baldvins var að viðurkenna á ný [[sjálfstæði]] Eystrasaltsríkjanna þriggja, [[Eistland]]s, [[Lettland]]s og [[Litháen]]s, eftir hrun [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]], og varð Ísland fyrst ríkja til þess að gera.
 
[[Viðskiptahalli|Halla]] í rekstri ríkisins var á nokkrum árum snúið í afgang, sem síðan var notaður til að lækka skuldir. [[Aðstöðugjald]] var fellt niður og [[tekjuskattur]] fyrirtækja lækkaður úr 50% í 30% í því skyni að skapa atvinnulífinu betri skilyrði, en vegna minnkandi afla á [[Íslandsmið]]um og óhagstæðrar [[verðlagsþróun]]ar á alþjóðavettvangi var nokkurt [[atvinnuleysi]] fyrstu ár hinnar nýju stjórnar. Atvinnulífið opnaðist einnig verulega, þegar Ísland gerðist aðili að [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]] (EES) árið 1994. Í sjávarútvegi var [[kvótakerfið]] svonefnda — kerfi varanlegra og framseljanlegra aflakvóta — fest í sessi með margvíslegri löggjöf. Nokkur ágreiningur var þó milli stjórnarflokkanna, því að Alþýðuflokkurinn vildi taka upp [[auðlindagjald]] eða sölu veiðileyfa, en Davíð taldi, að það myndi raska rekstri útgerðarfyrirtækja um of. Jafnframt hóf ríkisstjórnin sölu ríkisfyrirtækja eða „[[einkavæðing]]u“. Alþýðuflokkurinn vildi þó ekki samþykkja sölu viðskiptabankanna tveggja í ríkiseigu.
 
'''Viðeyjarstjórnin''' var ríkisstjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] sem sat við völd á Íslandi frá [[1991]] til [[1995]]. Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt af því að [[Davíð Oddsson]] bauð [[Jón Baldvin Hannibalsson|Jóni Baldvin Hannibalssyni]] [[utanríkisráðherra]] til stjórnarmyndunarviðræðna út í [[Viðey]] að loknum Alþingiskosningum [[20. apríl]] [[1991]]. Þegar [[Steingrímur Hermannsson]] baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt [[23. apríl]] [[1991]] fékk [[Davíð Oddsson]] [[stjórnarmyndunarumboð]]ið. Viðeyjarstjórnin tók við völdum [[30. apríl]] [[1991]].
 
[[Davíð Oddsson]] var forsætisráðherra og [[Jón Baldvin Hannibalsson]] var utanríkisráðherra. [[Salóme Þorkelsdóttir]] var forseti Alþingis. Viðeyjarstjórnin sat eitt kjörtímabil.
629

breytingar