Munur á milli breytinga „Stjórnmálastefnur á Íslandi“

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: ==Jafnaðarstefna á Íslandi== Þorsteinn Erlingsson skáld var einn fyrsti yfirlýsti jafnaðarmaðurinn á Íslandi, og sýndi Jón Trausti litla spádómsgáfu, þegar hann ...)
 
{{Íslensk stjórnmál}}
 
==Jafnaðarstefna á Íslandi==
[[Þorsteinn Erlingsson]] skáld var einn fyrsti yfirlýsti jafnaðarmaðurinn á Íslandi, og sýndi [[Jón Trausti]] litla spádómsgáfu, þegar hann kvað jafnaðarstefnuna hérlendis sennilega fara í gröfina með Þorsteini 1914. [[Ólafur Friðriksson]] hafði kynnst hugsjónum jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn og kynnti þær, eftir að hann sneri heim til Íslands. Hann var lengi ritstjóri ''Alþýðublaðsins'' og í forystu hinna róttækari manna [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]]. Hann skrifaði ritgerðina „Jafnaðarstefnuna“ í ''Eimreiðina'' 1926. Rithöfundarnir [[Þórbergur Þórðarson]] og [[Halldór Kiljan Laxness]] sneru þó sennilega fleiri til jafnaðarstefnu en nokkrir blaða- eða stjórnmálamenn í tveimur vel skrifuðum bókum, Þórbergur í ''Bréfi til Láru'' (1924) og Laxness í ''Alþýðubókinni'' (1929), sem hann færði sérstaklega jafnaðarmönnum á Íslandi að gjöf. Eftir klofning [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] 1930 létu kommúnistar meira að sér kveða í fræðilegri kynningu en lýðræðisjafnaðarmenn, en sú venja myndaðist smám saman að nota orðið „jafnaðarstefnu“ aðallega um lýðræðisjafnaðarstefnu, en „félagshyggju“ um sósíalisma í víðari skilningi. Var [[Gylfi Þ. Gíslason]] ötulastur við að setja sjónarmið jafnaðarmanna á blað, til dæmis í ritinu ''Jafnaðarstefnunni'' 1949 og í endurskoðaðri útgáfu þess 1977. [[Brynjólfur Bjarnason]] skrifaði hins vegar margt um sameignarstefnu í anda þeirra [[Karl Marx|Marx]] og [[Lenín]]s. Þegar talað er um jafnaðarstefnu á Íslandi í byrjun 21. aldar, er nær alltaf átt við frjálslynda lýðræðisjafnaðarstefnu, sem hefur fyrir löngu sagt skilið við kenningar Marx. Raunar horfa íslenskir jafnaðarmenn sérstaklega til bandaríska heimspekingsins [[John Rawls|Johns Rawls]], sem getur alls ekki talist sósíalisti í hefðbundnum skilningi orðsins, en hann setti fram hugmyndir um réttláta skipan mála, þar sem reynt vær að búa svo í haginn fyrir lítilmagnann sem auðið væri án þess að skerða frelsi annarra, í ''A Theory of Justice'' (1971).
[[Mynd:Laxness.jpg|thumb|left|Laxness færði íslenskum jafnaðarmönnum ''Alþýðubókina'' (1929) að gjöf]]
[[Þorsteinn Erlingsson]] skáld var einn fyrsti yfirlýsti jafnaðarmaðurinn á Íslandi, og sýndi [[Jón Trausti]] litla spádómsgáfu, þegar hann kvað jafnaðarstefnuna hérlendis sennilega fara í gröfina með Þorsteini 1914. [[Ólafur Friðriksson]] hafði kynnst hugsjónum jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn og kynnti þær, eftir að hann sneri heim til Íslands. Hann var lengi ritstjóri ''Alþýðublaðsins'' og í forystu hinna róttækari manna [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]]. Hann skrifaði ritgerðina „Jafnaðarstefnuna“ í ''Eimreiðina'' 1926. Rithöfundarnir [[Þórbergur Þórðarson]] og [[Halldór Kiljan Laxness]] sneru þó sennilega fleiri til jafnaðarstefnu en nokkrir blaða- eða stjórnmálamenn í tveimur vel skrifuðum bókum, Þórbergur í ''Bréfi til Láru'' (1924) og Laxness í ''Alþýðubókinni'' (1929), sem hann færði sérstaklega jafnaðarmönnum á Íslandi að gjöf. Eftir klofning [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] 1930 létu kommúnistar meira að sér kveða í fræðilegri kynningu en lýðræðisjafnaðarmenn, en sú venja myndaðist smám saman að nota orðið „jafnaðarstefnu“ aðallega um lýðræðisjafnaðarstefnu, en „félagshyggju“ um sósíalisma í víðari skilningi. Var [[Gylfi Þ. Gíslason]] ötulastur við að setja sjónarmið jafnaðarmanna á blað, til dæmis í ritinu ''Jafnaðarstefnunni'' 1949 og í endurskoðaðri útgáfu þess 1977. [[Brynjólfur Bjarnason]] skrifaði hins vegar margt um sameignarstefnu í anda þeirra [[Karl Marx|Marx]] og [[Lenín]]s. Þegar talað er um jafnaðarstefnu á Íslandi í byrjun 21. aldar, er nær alltaf átt við frjálslynda lýðræðisjafnaðarstefnu, sem hefur fyrir löngu sagt skilið við kenningar Marx. Raunar horfa íslenskir jafnaðarmenn sérstaklega til bandaríska heimspekingsins [[John Rawls|Johns Rawls]], sem getur alls ekki talist sósíalisti í hefðbundnum skilningi orðsins, en hann setti fram hugmyndir um réttláta skipan mála, þar sem reynt vær að búa svo í haginn fyrir lítilmagnann sem auðið væri án þess að skerða frelsi annarra, í ''A Theory of Justice'' (1971).
 
 
==Kommúnismi á Íslandi==
629

breytingar