„Híeróglýfur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
smábreyting - híeróglýfur ''eru'' að hluta til myndletur
Steinninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Híeróglýfur''' (eða [[fornegyptarForn-Egyptar|fornegypskar]] '''helgirúnir''') er annað tveggja ritkerfa sem voru notuð af [[Forn–Egyptaland|Forn–Egyptum]]. Híeróglýfur eru að stofni til [[atkvæðaskrift]] en innihalda einnig [[tákn]] fyrir heil [[orð]] ([[myndletur]]stákn) og líka tákn sem ákvarða [[merking]]arsvið þess orðs sem þau standa með (t.d. hvort orðið á við manneskju, dýr, athöfn eða hlut).
 
Fyrir um 1700 árum glataðist þekkingin á því hvernig ætti að lesa helgirúnirnar og enginn gat ráðið þær fyrr en [[Rósettusteinninn]] fannst [[1799]] í [[Egyptalandsherferð Napóleons]]. Almennt álitu menn helgirúnirnar (sem voru vel þekktar, meðal annars gegnum skrif [[Grikkland|grískra]] sagnfræðinga) vera frumstæða tegund myndleturs þar sem táknin stæðu hvert fyrir eitt orð og sem bæri að lesa líkt og [[myndasaga|myndasögu]]. Fundur Rósettasteinsins og ráðning helgirúnanna markaði þannig upphaf [[Fornleifafræði|fornleifarannsókna]] í [[Egyptaland]]i á [[nýöld]].