„Romano Prodi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JhsBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: bg:Романо Проди
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Frá [[1978]] til [[1979]] var hann [[iðnaðarráðherra]] í [[fjórða ríkisstjórn Andreottis|fjórðu ríkisstjórn Andreottis]] þar sem hann samdi meðal annars lög um stjórn stórfyrirtækja í miklum erfiðleikum. Sem ráðherra þótti hann tæknilegur fremur en pólitískur og hann blandaði sér lítt í pólitísk átök innan demókrataflokksins. [[1982]] var hann skipaður formaður stofnunar fyrir endurreisn iðnfyrirtækja sem rekur hlut ríkisins í stórum einkafyrirtækjum ([[eignarhaldsfélag]] í eigu ríkisins) og gegndi því starfi til [[1988]] og tókst þar að snúa eilífu tapi í hagnað. [[1993]] tók hann aftur við stjórninni, í þetta sinn til að sjá um sölu á hlutum ríkisins í bönkum og matvælafyrirtækjum.
 
[[1996]] var hann valinn leiðtogi kosningabandalags vinstri- og miðjuflokka ([[Ólífubandalagið|Ólífubandalagsins]] - ''L'Ulivo'') sem tókst að sigra í kosningunum það ár og mynda þingmeirihluta með stuðningi [[Ítalski kommúnistaflokkurinn|kommúnista]]. Valið á Prodi stafaði fyrst og fremst af því að hann þótti hafa nokkuð hreina pólitíska fortíð og var því sá sem allir aðilar kosningabandalagsins gátu komið sér saman um. Sem forsætisráðherra náði hann þó nokkrum vinsældum og þótti snjall í tilsvörum. [[Fyrsta ríkisstjórn Prodis|Fyrstu ríkisstjórn Prodis]] tókst að koma böndum á ríkisfjármálin og ná hlutfallinu milli [[fjárlagahalli|fjárlagahallans]] og [[landsframleiðsla|landsframleiðslu]] langt niður fyrir það hámark sem kveðið var á um í [[Maastricht-sáttmálinnMaastrichtsamningurinn|Maastricht-sáttmálanum]].
 
Ríkisstjórn Prodis átti ævinlega í erfiðleikum vegna skorts á stuðningi frá kommúnistum sem voru óbundnir af málefnaskrá kosningabandalagsins. Á endanum sagði hann af sér embætti og [[Massimo D'Alema]] tók við forsætisráðuneytinu. [[1999]] stofnaði Prodi sína eigin stjórnmálahreyfingu [[Ítalski demókrataflokkurinn|Ítalska demókrataflokkinn]] sem átti að minna á [[Bandaríski demókrataflokkurinn|Demókrataflokkinn]] í [[BNA|Bandaríkjunum]]. Sama ár var hann útnefndur [[forseti Evrópuráðsins]].