„Edvard Grieg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JhsBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ru-sib:Едвар Григов
Lína 3:
 
== Ævisaga ==
Grieg var fæddur í [[Bergen]] og átti tónelska fjölskyldu, fyrsti píanókennari hans var til að mynda móðir hans. Þegar hann var fimmtán ára hitti hann norska [[Fiðla|fiðluleikarann]] [[Ole Bull]]. Sá hvatti foreldra hans til að senda hann í áframhaldandi tónlistarnám í [[Konservatoríið í Leipzig|Konservatoríinu í Leipzig]]. Þangað fór hann og stundaði einkum píanónám. Árið [[1863]] fluttist hann til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. Þar kynntist hann ýmsum tónskáldum, meðal annars hinum norska [[Rikard Nordraak]] (sem samdi norska þjóðsönginn) sem varð góður vinur Griegs og veitti honum mikinn innblástur. Nordraak lést skömmu síðar og samdi Grieg jarðarfaramars íhonum tilefnitil þessheiðurs.
 
Árið [[1868]] skrifaði [[Franz Liszt]] norska menntamálaráðuneytinu og hvatti það til þess að veita honum ferðastyrk svo þeir gætu hist. Það gerðu þeir í [[Róm]] tveimur árum síðar og sýndi Grieg Liszt fyrstu fiðlusónötu sína sem Liszt var mjög hrifinn af. Þegar þeir hittust næst nokkrum mánuðum síðar skoðaði Liszt píanókonsert Griegs og spilaði hann beint af blaði. Þá fékk Grieg líka nokkur ráð varðandi útsetninguna fyrir hljómsveit. Þegar Grieg lést árið [[1907]] eftir langvarandi veikindi var ösku hans og konu hans komið fyrir í grafhýsi í fjalli rétt hjá húsi þeirra, [[Troldhaugen]]. Tónlist Griegs var mjög innblásin af norskum [[þjóðlög]]um og var, í anda rómantíkunnar, almennt mjög þjóðleg.