„Ofskynjunarlyf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
m athygli
Lína 1:
{{Athygli|Hér þarf að taka mikið til hvað varðar tengla, uppsetningu texta og málfar.}}
Ofskynjunarlyf eru flokkur lyfja sem verka á miðtaugakerfið og breyta skynjun, hugsun og tilfinningum. Ofskynjunarlyf hafa verið notuð í þúsundir ára utan vesturlanda og eru í dag notuð í rannsóknir og sem meðferð. Mismunandi er hvernig menn flokka ofskynjunarlyf þar sem lyfin hafa mismunandi virkni. Þekktasta ofskynjunarlyfið er án efa LSD (lysergic acid diethylamine) en meskalín, sem er unnið úr kaktusi, er einnig þekkt. Ofskynjunarlyf verka yfirleitt í nokkra klukkutíma. Fyrir utan truflun á skynjun geta ofskynjunarlyf framkallað alvarleg kvíðaköst, þunglyndi, psychosis og tilfinningu um að viðkomandi sé að missa stjórn á hlutunum. Nokkur hluti þeirra sem taka ofskynjunarlyf losna aldrei við psychotíkina. Nokkuð er um að þeir sem prófa eða taka ofskynjunarlyf fyrirfari sér meðan verkun þeirra stendur yfir.
Ofskynjunarlyf geta einnig valdið skyndiverkun löngu eftir að þau eru tekin inn, svokallað endurlit (flashback) þar sem áhrif lyfsins koma aftur fram. Það þarf varla að taka það fram að ef slíkt gerist undir aðstæðum þar sem viðkomandi þarf að hafa athyglina í lagi (s.s. við akstur) getur það haft alvarlegar afleiðingar.