„Efnahagur Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 13:
[[Olíukreppan]] kom illa við Íslendinga en mestu tíðindin úr efnahagslífinu voru þau að mikil verðbólguskriða fór af stað sem stöðvaðist ekki fyrr en eftir [[1990]]. Verðbólga hafði lengi verið meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum en árið [[1973]] tvöfaldaðist hún frá því sem verið hafði árið áður, fór yfir 20%. Árið seinna var hún komin upp í rúm 40% og tæp 50% árið þar á eftir. Þannig rúllaði boltinn áfram og hámarkinu var náð [[1983]] þegar verðbólgan fór yfir 80% en það kalla [[Hagfræði|hagfræðingar]] [[Óðaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Árið [[1980]] sáu stjórnvöld þann kost vænastan að klípa af krónunni og skera tvö núll aftan af. Í einu vetfangi urðu 100 krónur að einni krónu. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði á árinu [[2000]] hálfur lítri af kók getað kostað um 10 þúsund krónur úti í sjoppu.
 
Verðbólgan át upp sparifé landsmanna og um árabil þótti það hámark heimskunnar að eiga peninga á banlareikning. Þeir sem áttu fé á milli handa reyndu að koma því í lóg sem fyrst og oft var sagt að steinsteypa væri besta fjárfestingin. Óskynsamlegar fjárfestingar voru einn af fylgikvillum verðbólgunnar auk þess sem hún sljóvgaði verðskyn almennings. Fólk vissi aldrei almennilega hvað hlutirnir kostuðu enda brettistbreyttist verðið ört.
 
== Tengt efni ==