„Nítíða saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
Aðlagaði ritgerð sem ég skrifaði í Íslenskri bókmenntasögu við HÍ í vetur
 
Haukurth (spjall | framlög)
Lína 31:
==Viðtökur==
 
Nítíða saga er ein hinna frumsömdu íslensku riddarasagna en þær voru lengi vinsælt lesefni. Fræðimaðurinn Matthew Driscoll kallar þær „langvinsælasta lesefnið hér á landi um 700 ára skeið“.<ref>„Þögnin mikla“, bls. 158.</ref> Til marks um vinsældirnar nefnir hann sérstaklega Nítíða sögu, segir hana varðveitta í tæplega 70 handritum og sé hún því „án efa vinsælust allra íslenskra sagna“.<ref>„Þögnin mikla“, bls. 159.</ref> Í seinni tíð hefur riddarasögunum hins vegar lítið verið sinnt. Árið 1938 skrifaði fræðimaðurinn Erik Wahlgren að Nítíða saga væri „nánast óþekkt“<ref>„Nitída saga is almost unknown“, The Maiden King in Iceland, bls. 4.</ref> en hann bætir sjálfur nokkuð úr með bók sinni um meykónga.
 
Sagan var fyrst gefin út 1965 í safni Agnete Loth, ''Late Medieval Icelandic Romances''. Þar birtist stafréttur texti eftir elsta handritinu eins og það hrekkur til en fyllt upp í með fáeinum öðrum. Samhliða er birt endursögn á sögunni á ensku. Sagan hefur ekki verið gefin út síðan og er því ekki til í lestrarútgáfu. Hún hefur þó vakið einhverja athygli undanfarin ár en til viðbótar orðum Driscoll sem vitnað var til að ofan má benda á BA-ritgerð Guðbjargar Aðalbergsdóttur um söguna.