„Sumardagurinn fyrsti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sumardagurinn fyrsti''', er fyrsti dagur [[Harpa (mánuður)|Hörpu]], sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla [[norræna tímatalið|norræna tímatalinu]]. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á [[fimmtudagur|fimmtudag]] á tímabilinu frá [[19. apríl|19.]]-[[25. apríl]] (þ.e. fyrsta fimmtudag eftir [[18. apríl]]).
 
Íslensk [[þjóðtrú]] segir að ef sumar og vetur ''frjósi saman'' boði það gott sumar, en með því er átt við að [[hiti]] fari niður fyrir [[bræðslumark|frostmark]] aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í ''Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar'' (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir [[Árni Björnsson|Árna BjörnsonBjörnsson]], [[þjóðháttafræði]]ng, segir um sumardaginn fyrsta:
 
''Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns''.