„Oddur Gottskálksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Oddur Gottskálksson''' ([[1514]]/[[1515]] – [[1556]]) var meðal [[Siðaskiptin|siðaskiptamanna]] í [[Skálholt]]i og sá sem þýddi [[Nýja testamentið]] á [[íslenska|íslensku]]. Hann var sonur [[Gottskálk grimmi Nikulásson|Gottskálks „grimma“ Nikulássonar]] [[biskup]]s á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og fór ungur til [[Noregur|Noregs]] til föðurfjölskyldu sinnar. Þaðan hélt hann til náms í [[Þýskaland]]i þar sem hann kynntist hugmyndum [[mótmælendatrú|mótmælenda]]. Hann sneri aftur til Íslands fyrir [[1535]] og var ráðinn af [[Ögmundur Pálsson|Ögmundi biskupi]]. Í Skálholti kynnist hann [[Gissur Einarsson|Gissuri Einarssyni]] og fleiri siðaskiptamönnum og hefst handa við að þýða Nýja testamentið, að eigin sögn úti í [[fjós]]i:
:„''Jesús, lausnari vor, var lagður í einn asnastall en nú tek ég að útleggja og í móðurmál mitt að snúa orði hans í einu fjósi''.“
Hann hélt til [[Danmörk|Danmerkur]] þar sem hann lauk við þýðinguna og fékk leyfi [[Kristján III|konungs]] til að prenta hana. Prentuninni lauk [[12. apríl]] [[1540]]. [[Nýja testamentisþýðing Odds]] er fyrsta bókin sem prentuð var á [[íslenska|íslensku]].