Munur á milli breytinga „Þrautir Heraklesar“

ekkert breytingarágrip
(→‎Þrautir Heraklesar í stuttu máli: tók út bilin til að fá númeringuna rétta)
 
==Þrautir Heraklesar í stuttu máli==
# '''Nemuljónið''': Hann drap [[Nemuljón]], óargadýr, er enginn mátti skárisári á koma. Kyrkti Herakles það í fangabrögðum. Hafði hann síðan haus þess í hjálms stað, en feldinn sem kufl.
# '''Lernuormurinn''': Ormur einn í Lernuvatni, er hafði óteljandi hausa og meðal þeirra einn, sem var ódauðlegur, eyddi land allt umhverfis. Herakles hjó hausana af orminum, en uxu þá jafnan tveir í stað þess, er af var höggvinn. Sveið Herakles þá með glóandi eikarstofnum fyrir strjúpana og varpaði síðan heljarmiklu bjargi á þann hausinn, sem ódauðlegur var. Rauð hann síðan örvar sínar með blóði [[Lernuormurinn|Lernuormsins]], og særðu þær upp frá því ólæknandi sárum.
# '''Villigölturinn''': Villigöltur á Erýmantsjfalli gerði hið mesta spellvirki í [[Arkadía|Arkadíu]]. Keyrði Herakles göltinn út í djúpan snjóskafl og náð honum lifandi. Bar hann síðan þessa ægilegu skepnu á herðum sér til [[Tirynsborg]]ar á fund Evrýsþeifs. Varð konungur þá svo hræddur, að hann skreið ofan í stóran eirketil og skipaði Heraklesi að vinna jafnan afreksverk sín utan borgaramúra.
Óskráður notandi