„Títanar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Títanar''' (grísku: ''Τιτάν'', ft. ''Τιτάνες'') voru tólf tröllvaxin afkvæmi Gaiu og Úranosar í [[Grísk goðafræði|grískri goðafræði...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Títanar''' ([[gríska|grísku]]: ''Τιτάν'', ft. ''Τιτάνες'') voru tólf tröllvaxin afkvæmi [[Gaia|Gaiu]] og [[Úranos]]ar í [[Grísk goðafræði|grískri goðafræði]] og sem í eina tíð voru æðri öðrum guðum. Títanar réðu alheiminum á [[Gullöld]]inni. Ef litið er til [[HesiodHesíódos]]ar kemur fram í bók hans ''[[Goðakyn]]i'' (um uppruna heimsins og ættir guðanna) að títanar voru tólf, en aðrir höfundar hafa talið þá allt frá 6 til 24.
 
Mest títana voru þau: [[Ókeanos]], hinn mikli ''Útsær'' er umflýtur jörðina, og kona hans [[Teþys]], hin endurnærandi ''Rekja'', foreldrar allra linda og fljóta; [[Hyperíon]] og [[Þeia]], tvær ljósverur, gátu [[Helíos]] (sól), [[Selena|Selenu]] (Mána) og [[Eos]] (Morgunroða); [[Þemis]] (réttlætisgyðja) og [[Mnemosyna]] (minnið), voldug goðmögn í skipun heimsins; [[KronosKrónos]] og [[Rhea]], er tóku stjórn heimsins af Úranosi og Gaiu. Í upphafi var Úranos voldugastur guð. En er synir hans, [[Kýklópar]], ætluðu að verða honum ofjarlar, byrgði hann þá niðri í [[Tartaros]]i, þar sem þeir máttu ekki líta ljós sólarinnar. Gaiu líkaði það stórilla, og hvatti hún Títani til að freista þess að frelsa bræður sína.
 
Sá yngsti, Kronos, þorði einn að hætta á það stórræði. Í iðrum sínum lét jörðin spretta hið fyrsta járn og smíðaði úr því sigð. Með því vopni limlesti Kronos, föður sinn og hratt honum af veldisstóli. Upp af blóði Úranosar spruttu [[Erinýjur]], nornir blóðhefndanna og [[Gígantar]], vopnaðir og herskáir jötnar svipaðir títönum. En fyrir glæp sinn hófst Kronos til valda.
Lína 8:
 
Skipið [[Titanic]] (''Títaník'') var skýrt í höfuðið á títönum.
 
 
== Hinir tólf Títanar í stafrófsröð ==
 
* [[Föba]]
* [[Hyperíon]]
Lína 17 ⟶ 15:
* [[Koeus]]
* [[Kríos]]
* [[KronosKrónos]]
* [[Mnemosyna]]
* [[Ókeanos]]